Tenglar

14. júní 2008 |

Heyskapur með allra fyrsta móti og spretta geysimikil

Síðustu rúllurnar tíndar saman.
Síðustu rúllurnar tíndar saman.
1 af 3

Sláttur hófst á Seljanesi í Reykhólasveit á þriðjudag, 10. júní, og hirðingu lýkur í dag. Bændurnir á Stað eru nú með túnin á Seljanesi annað árið í röð og var Eiríkur Snæbjörnsson að tína saman síðustu rúllurnar núna eftir hádegið. Hvorki hann né Dagný Stefánsdóttir á Seljanesi vissu til þess að sláttur væri byrjaður víðar í héraðinu enda er þetta með allra fyrsta móti. Þrátt fyrir það er heyfengurinn af túnunum á Seljanesi ámóta mikill eða meiri en venjulega þegar mun seinna hefur verið slegið enda hefur sprettan verið geysimikil.

 

Gangurinn í heyskapnum á þessa daga hefur verið mjög góður. Heyið var orðið vel þurrt þegar því var rúllað í gær og kvaðst Eiríkur strax ætla að bera á túnaslétturnar á Seljanesi á ný. Búendur á Stað eru annars vegar Sigfríður Magnúsdóttir og Eiríkur Snæbjörnsson og hins vegar dóttir þeirra og tengdasonur, Rebekka Eiríksdóttir og Kristján Þór Ebenesersson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30