4. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Hildur Jakobína lætur af starfi í sumar
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, hefur sagt starfi sínu lausu. Af persónulegum ástæðum hyggur hún á flutninga til höfuðborgarsvæðisins og lætur af störfum í júlí. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er yngsta félagsþjónustan á landinu, stofnuð 1. febrúar 2011, og hefur Hildur Jakobína gegnt störfum félagsmálastjóra frá upphafi.
Starf félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum.
► 13.01.2011 Félagsmálastjóri á Ströndum og í Reykhólahreppi