Hin árlega útselaveisla
Þann mæta mann Eystein G. Gíslason í Skáleyjum hef ég þekkt frá barnæsku. Hann er ótrúlega fjölhæfur og er einn af okkar bestu hagyrðingum og á vel skilið að bera heitið skáld. Hann sat um árabil í stjórn Samtaka selabænda og var þar, sem annars staðar, mikils metinn. Nú þegar elli kerling sækir hann heim, þá finnst mér vel við hæfi að reynt sé að halda til haga vísum hans og ljóðum, ásamt öðru efni sem hann stóð að.
Þetta segir Árni Snæbjörnsson frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit í inngangsorðum sem fylgja Selaveisluvísum og fleiru sem hann sendi vefnum. Ennfremur segir hann:
Fyrir u.þ.b. tuttugu árum var farið að halda svokallaðar Selaveislur í Reykjavík. Þær hafa verið vinsælar og vel sóttar og eru enn. Á meðan Eysteinn hafði tök á, þá mætti hann og var gjarnan kallaður til með vísur og gamanmál um sel og fleira. Þessu hefur ekki verið haldið til haga. Þegar ferðum hans fór að fækka suður, þá orti hann – að minni beiðni - vísur í allmörg ár sem fluttar voru í Selaveislunni. Sendi þær sem ég á tiltækar.
Sjá Gamanmál af ýmsu tagi > Selaveislur 2001, 2005, 2006 og 2007 í valmyndinni vinstra megin.