Tenglar

29. ágúst 2008 |

„Hin heimska hönd hagræðingarinnar“

Grímur Atlason. Ljósm. bb.is.
Grímur Atlason. Ljósm. bb.is.

„Það er með ólíkindum að þegar hrávara hækkar í heiminum, og matvæli þar ekki síst, skuli það vera bændur á Íslandi sem taki á sig skerðinguna einir framleiðenda. Ekki nóg með að vaxtakostnaður og innkaupakostnaður hækki um tugi prósenta hjá þessari stétt heldur þurfa þeir líka að sætta sig við litla sem enga hækkun afurðaverðs."

 

Þetta segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Dalabyggð, í ítarlegum pistli á bloggi sínu sem birtist undir Sjónarmið í valmyndinni hér til vinstri. Pistillinn ber yfirskriftina Hin heimska hönd hagræðingarinnar. Þar segir Grímur enn fremur:

 

„Bændur hafa því miður orðið undir í áróðursstríðinu. Þeir ku vera baggi á þjóðfélaginu og menn sjá ofsjónum yfir svokölluðum niðurgreiðslum til þeirra en þær renna reyndar beint til neytenda. Þetta er ekkert annað afskræming á staðreyndum. Rétt eins og sumir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sjá ofsjónum út af vegagerð, jöfnunarsjóðsgreiðslum, menningarsjóðum og öðru sem fer fram utan 50 km radíuss höfuðborgarinnar. Hlutirnir eru bara kallaðir svo mörgum nöfnum. Hvað ætli Íslendingar hafi kostað miklum fjármunum úr sínum sameiginlegu sjóðum frá aldamótunum þar síðustu til uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu? Hvað ætli stór hluti útflutningstekna okkar hafi orðið eftir þar á meðan upprunasvæði auðsins fékk leifarnar?"

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31