Hin yndislega náttúruorka
Það er nokkuð merkilegt, að jarðhitinn hefur verið notaður á Reykhólum, í iðnaði og til húshitunar, í meira en 40 ár án þess að heildarmagn sjálfstreymandi heitavatns hafi verið þekkt, segir María Maack líffræðingur á Reykhólum í nýjum pistli. Núna er hins vegar verið að freista þess að mæla hversu mikið heitt vatn fæst úr öllu jarðvarmakerfinu á Reykhólum.
Einnig segir María:
Núna þegar Þörungaverksmiðjan endurnýjar þurrkkerfið er þó líklegt að vatnið skili sér út á talsvert lægra hitastigi en fyrr. Heitt vatn sem hefur verið notað á þennan hátt í lokuðu kerfi er enn hægt að nota í margs konar tilgangi. Í húshitun er heppilegt að hafa um 70°C, í böðum þarf 30-45°C og í hænsnabú og fiskeldi eru 30° nægjanlegur hiti. Í það minnsta má halda því fram, að til þessa hefur heilmikilli orku verið hent í sjóinn á Reykhólum.
Pistil Maríu má lesa hér í heild og undir Skot Soffíu frænku í dálkinum hægra megin á síðunni.