Tenglar

29. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hittumst í Kaupfélaginu alla þriðjudaga í sumar

Þessa snilldarmynd tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi í kaffisalnum í Nesi fyrr í sumar.
Þessa snilldarmynd tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi í kaffisalnum í Nesi fyrr í sumar.

Í gamla góða Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi er opið hús (hittingur) milli kl. 15.30 og 17 alla þriðjudaga í sumar. Kærkomið er að fá sveitungana og auðvitað aðra líka í heimsókn til að sýna sig og sjá aðra, fá sér kaffi og spjalla saman. Engin dagskrá nema sú sem fólkið sjálft býr til á staðnum með því að mæta.

 

Svo þarf varla að minna á, að um leið er tilvalið að líta á úrvalið af handverkinu hjá Handverksfélaginu Össu, athuga með bóka- og nytjamarkaðinn og skoða Arnarsetrið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31