29. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is
Hittumst í Kaupfélaginu alla þriðjudaga í sumar
Í gamla góða Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi er opið hús (hittingur) milli kl. 15.30 og 17 alla þriðjudaga í sumar. Kærkomið er að fá sveitungana og auðvitað aðra líka í heimsókn til að sýna sig og sjá aðra, fá sér kaffi og spjalla saman. Engin dagskrá nema sú sem fólkið sjálft býr til á staðnum með því að mæta.
Svo þarf varla að minna á, að um leið er tilvalið að líta á úrvalið af handverkinu hjá Handverksfélaginu Össu, athuga með bóka- og nytjamarkaðinn og skoða Arnarsetrið.