Tenglar

15. desember 2015 |

Hjalla meður græna - 50 eintök í viðbót

1 af 2

Fyrir réttu ári kom úr prentun stórvirki Finnboga Jónssonar frá Skálmarnesmúla (og ýmissa fleiri sem lögðu hönd að verki) og Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða um Austur-Barðastrandarsýslu (núverandi Reykhólahrepp). Talið var að upplag bókarinnar væri mjög ríflega áætlað en sú varð ekki raunin. Salan hefur komið verulega á óvart og núna er ritið nær uppselt. Náðst hafa samningar við prentsmiðjuna um 50 eintök til viðbótar og er þeim lofað í næstu viku. Ekki verður meira prentað.

 

Bókin er á sjöunda hundrað blaðsíður og hefur að geyma mikinn fróðleik um héraðið, þar á meðal ábúendatöl frá 1900 til 2012. Urmull mynda er í ritinu, bæði gamalla og nýrra, þar á meðal myndir af ábúendum og öðru fólki á flestum bæjum í sýslunni á því tímabili sem það spannar. Þetta er fjórða bindið í ritröð Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða um sýslur á Vestfjörðum og ber (af vel skiljanlegum ástæðum) heitið Hjalla meður græna.

 

Þeir sem hafa áhuga á bókinni til eigin nota eða gjafa hafi samband við Birki Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði, formann Útgáfufélags Búnaðarsambandsins, í síma 456-6255. Hægt er að taka niður pantanir strax. Bókin verður send án póstkostnaðar sem fyrr.

 

Sjá nánar hér:

28.11.2014  Vestfjarðarit IV - Austur-Barðastrandarsýsla

30.04.2015  Myndarleg gjöf til starfsfólks Þörungaverksmiðjunnar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31