18. febrúar 2011 |
Hjalti hefur yfirumsjón með framkvæmdum
Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum hefur lagt Reykhólahreppi til rúmlega fjórar milljónir króna í uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar og Hlunnindasýningar á Reykhólum. Í þessu verkefni er sveitarfélagið í samvinnu við áhugamannafélagið og við Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu. Þetta kom fram á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær - sjá Fundargerðir (pdf) neðst til vinstri hér á vefnum. Á fundinum var jafnframt samþykkt að ráða Hjalta Hafþórsson, einn af bátasmiðum og forsvarsmönnum áhugamannafélagsins, tímabundið í fjóra mánuði til að hafa yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppsetningar nýrrar sýningar.
Eins og hér hefur áður komið fram var fyrir nokkru sett á fót nefnd með fulltrúum þeirra þriggja aðila sem að þessu verkefni standa. Í henni eiga sæti Eiríkur Kristjánsson á Reykhólum fyrir Reykhólahrepp, Hjalti Hafþórsson á Reykhólum fyrir Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson á Stað á Reykjanesi fyrir Æðarvé.
Á vef Bátasafns Breiðafjarðar er að finna margvíslegan fróðleik um starf þess auk fjölda ljósmynda. Meðfylgjandi mynd er fengin á vef safnsins.
Sjá nánar:
25.01.2011 Auglýst eftir myndum og munum á nýju sýninguna
11.01.2011 Stórhuga framkvæmdir á döfinni hjá Bátasafninu
Þorgeir Samúelsson, laugardagur 19 febrar kl: 12:35
Það er frábært að sjá að, það er verið að gera einhverja hluti hér á jákvæðan hátt.
Stórkostlegt að verða vitni að endurvakningu handbragðs, sem hefur legið niðri... í nærri heilt kynslóðarbil..hefur ekki séð