Tenglar

6. febrúar 2010 |

Hjartalíf - upplýsingaveita um hjarta- og æðasjúkdóma

Upplýsingavefurinn hjartalif.is hefur verið endurnýjaður og fengið nýtt útlit, en hann er upplýsingaveita í almannaþágu um hjarta- og æðasjúkdóma. Á vefnum er að finna víðtækar upplýsingar fyrir hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra um hin ýmsu hjartans mál. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök á Íslandi og því mikilvægt að fólk hafi gott aðgengi að upplýsingum og fróðleik þeim tengdum.

 

Núna í mars fagnar vefurinn fimm ára afmæli en hann hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun. Árið 2008 fékk vefurinn Íslensku vefverðlaunin sem besti einstaklingsvefurinn árið 2007. 24% þeirra sem heimsækja vefinn eru hjartasjúklingar, 23% aðstandendur og 21% starfsfólk heilbrigðisstofnana. Einnig sækir áhugafólk um þessi málefni vefinn mikið.

 

Stofnendur vefjarins hjartalif.is eru hjónin Björn Ófeigsson og Mjöll Jónsdóttir. Björn fékk hjartaáfall árið 2003 og hefur frá stofnun vefjarins unnið að því að veita almenningi sem bestar upplýsingar um hjarta- og æðasjúkdóma.

 

„Þegar ég fékk hjartaáfall var ég ráðvilltur og vantaði upplýsingar en hvergi var hægt að nálgast þær auðveldlega á einni síðu. Upplýsingar eru hin raunverulega forvörn þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdómum og því nauðsynlegt að fólk hafi auðvelt aðgengi að efni tengdu sjúkdómunum", segir Björn.

 

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30