Tenglar

20. júlí 2016 |

Hjólað á Berufjarðarvatni

Styrmir og Jóhanna Ösp að prófa hjólabátinn á Berufjarðarvatni.
Styrmir og Jóhanna Ösp að prófa hjólabátinn á Berufjarðarvatni.
1 af 4

Síðari hluti dagskrár Reykhóladaga á morgun, fimmtudag, verður í Bjarkalundi og á Berufjarðarvatni þar rétt hjá. Bátasprell eins og það er kallað hefst kl. 18, en þar verður keppt á tveggja manna hjólabát. Farið verður út fyrir bauju og til baka og tíminn tekinn. Samt er hraðinn aukaatriði, mestu skiptir að hafa gaman af þessu. Ekki verður keppt í aldursflokkum, þannig að foreldri getur alveg tekið með sér lítinn krakka.

 

„Það er ekkert mál fyrir einn fullorðinn að sigla með krakka þó að hann hjóli ekki neitt. Ég vildi bara prófa bátinn sjálf áður en ég ákvað það,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, umsjónarmaður Reykhóladaga.

 

Á myndunum sem hér fylgja er Jóhanna Ösp ásamt manni sínum Styrmi Sæmundssyni að prófa bátinn. Þeim finnst það bersýnilega ekki neitt leiðinlegt!

 

Síðar um kvöldið eða kl. 20.30 verður brenna við Bjarkalund og kl. 22 hefjast tónleikar Bjartmars Guðlaugssonar og rabb hans við gesti (aðgangseyrir kr. 1.500). Sjá nánar hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31