Tenglar

13. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hjóna- og paranámskeið á Reykhólum

Mæðgurnar Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur og María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA halda hjóna- og paranámskeið í borðsal Reykhólaskóla mánudagskvöldin 17. og 24. mars kl. 20.30-22. Markmið með námskeiðinu er að styrkja og efla hjónabönd og parasambönd. Áhersla er á að fyrirbyggja vandamál. Alls ekki þurfa að vera nein vandamál til staðar til að fólk mæti. Markmiðið er að gera hjónabandið skemmtilegra og styrkja fólk í sambandinu. Einnig verður komið inn á styrkingu fólks í foreldrahlutverkinu.

 

„Umræðan í þjóðfélaginu snýst mikið um uppeldi, að við stöndum okkur í vinnu og að við lítum vel út. Einnig hefur umræðan opnast um andlega heilsu, en lítil áhersla verið lögð á heilbrigði hjónabandsins,“ segja þær mæðgur, og úr þessu vilja þær bæta.

 

Verð fyrir námskeiðið er 5.000 krónur. Þeir sem koma keyrandi úr Dölum eða af Ströndum fá aukalega stefnumót með maka sínum í bílnum á leiðinni og lögð er áhersla á að ferðin verði gerð skemmtileg!

 

Skráning á hrefnahugos@gmail.com og í síma 866 4570 hjá Maríu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31