18. desember 2014 |
Hjúkrunarfræðingur á vegum HVE verði á Reykhólum
Sveitarstjórn Reykhólahrepps lýsir áhyggjum sínum yfir því að ekki hafi enn verið gengið frá samningi um ráðningu hjúkrunarfræðings við HVE [Heilbrigðisstofnun Vesturlands] á Reykhólum. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt af öryggisástæðum og vegna landfræðilegrar legu sveitarfélagsins, að hjúkrunarfræðingur sé staðsettur á Reykhólum og hvetur því stjórn HVE að ganga frá málum þannig að svo megi verða.
Ofanrituð bókun var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar.