Hlaupið og gengið í þágu krabbameinsvarna
Globeathonhlaupið/gangan er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabbameini í líffærum kvenna og verður í Reykjavík núna á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathonhlaupið er haldið á heimsvísu. Á síðasta ári var þessi viðburður í 280 borgum í 80 löndum. Í ár eru það Líf, styrktarfélag, og Krabbameinsfélag Íslands, sem standa saman að þessum viðburði hérlendis. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. Skráning er á hlaup.is.
Hlaupið hefst við Háskólann í Reykjavík kl. 11 á sunnudagsmorgun og verða í boði 5 km og 10 km hlaup með tímatöku og 5 km ganga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa þátttakendur.
Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengdum og hátt í 60 stórglæsilegir útdráttarvinningar.
Skráning og nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is en einnig verður tekið við skráningum á hlaupadag við Háskólann í Reykjavík frá kl. 9 og fram til kl. 10.45.
Krabbameinsfélag Breiðfirðinga (formaður þess er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit) er meðal aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands.
Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á þessum vefsíðum:
https://www.facebook.com/GlobeathonIsland