Tenglar

31. ágúst 2009 |

Hljóp 21 kílómetra hvorn dag

Ingólfur, Jóhanna og Ingibjörg á beinu brautinni fyrir ofan Seljanes.
Ingólfur, Jóhanna og Ingibjörg á beinu brautinni fyrir ofan Seljanes.
1 af 2
Ingólfur Sveinsson læknir og langhlaupari hljóp Haustlitahlaupið við Breiðafjörð bæði á föstudag og laugardag. Fyrri daginn hljóp hann frá Vattarnesi að Múla í Kollafirði en seinni daginn innan frá Kollabúðum í Þorskafirði að Reykhólum. Hvor áfanginn var 21 km eða því sem næst hálft maraþon. Seinni daginn hafði Ingólfur félagsskap frá Bjarkalundi því að leiðina þaðan og til Reykhóla hlupu með honum þær Ingibjörg K. Jakobsdóttir og Jóhanna Fríða Dalkvist. Sú vegalengd er nálægt því að vera fjórtán og hálfur kílómetri.


Ekki er hægt að segja að hlaupararnir hafi svo mikið sem blásið úr nös þegar myndirnar voru teknar.
 

Athugasemdir

Ingólfur S. Sveinsson, rijudagur 01 september kl: 11:37

Þakka þér þessa stuttu góðu og gagnorðu frétt. Og ekkisíst að myndin er tekin fyrir þann atburð að ég datt á hausinn á olíumölinni. Þetta var gaman. ISS

Jóhanna Fríða Dalkvist, rijudagur 01 september kl: 19:32

Takk fyrir mig, það var frábært að vera með Ingólfi og Ingibjörgu, vona að við sjáumst á sama tíma að ári, eða allavega við sama tilefni að ári :)

Ingibjörg H Jakobsdóttir, mnudagur 07 september kl: 22:14

Þetta var skemmtilegt, góður félagsskapur, náttúrufegurðin mikil á svæðinu og verðrið af ýmsu tagi, mest megnis gott. Það væri gaman að vera með á næsta ári. Takk fyrir mig.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30