Hlutfallslega fjölgar mest í Reykhólahreppi
Þetta kemur fram í samantekt Fjórðungssambands Vestfirðinga byggðri á mannfjöldatölum sem Hagstofa Íslands birti daginn fyrir Þorláksmessu.
Breytingar íbúafjölda eru eins og vænta má misjafnar eftir sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í Reykhólahreppi heldur fjölgun áfram frá fyrra ári og nemur 4,7%, í Vesturbyggð fjölgar um 4,1% sem er viðsnúningur á þróun mannfjölda frá fyrri árum. Einnig fjölgar í Strandabyggð eftir fækkun undanfarinna ára og fjölgun í Kaldrananeshreppi heldur áfram. Hlutfallsleg fækkun er mest í Súðavíkurhreppi eða 4,7% og í Ísafjarðarbæ, á Tálknafirði og í Bæjarhreppi er fækkun sem nemur um 2% í hverju sveitarfélagi. Talið í fólksfjölda fækkar mest í Ísafjarðarbæ eða um 63 íbúa og hefur fækkun þar aukist frá fyrra ári.
Ítarlegri gögn um íbúaþróun á Vestfjörðum má finna hér.