Tenglar

23. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Hnúksneshátíð á Staðarfelli

Hnúksnes undir Klofningi.
Hnúksnes undir Klofningi.

Í tilefni af 40 ára afmæli Hnúksness ehf. á síðasta ári verður Hnúksneshátíð í félagsheimilinu á Staðarfelli á Fellsströnd annað kvöld, laugardaginn 24. ágúst, og hefst kl. 20.30. Á dagskrá verða söngur og gamanmál, en fram koma Karlakórinn Frosti, hinn hagorði Ragnar Ingi Aðalsteinsson ættaður af Jökuldal og fleiri. Enginn aðgangseyrir en selt verður kaffi og meðlæti til fjáröflunar fyrir Hnúksnesfélagið. Allir eru velkomnir á þessa kvöldstund á Staðarfelli.

 

Nánari upplýsingar veitir Magnús Ástvaldsson í síma 862 0101.

 

Hnúksnes er við rætur Klofningsfjalls sem skilur milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar. Á sínum tíma var þar frystihús og útibú frá verslun Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30