Högl á stærð við þúfutittlingsegg
Höglin í éli sem gerði á Reykhólum eldsnemma í morgun voru heldur af stærra taginu eða allt að tveir sentimetrar í þvermál. Él þetta dundi samt ekki á öllu Reykhólaþorpi heldur virðist það hafa verið nokkuð staðbundið. Myndirnar sem hér fylgja eru af höglum sem voru við hús Kolfinnu og Eiríks á Hellisbrautinni en ofar í þorpinu hafði aðeins fallið „venjulegur“ snjór.
Veður hefur verið með ýmsu móti á Reykhólum þennan daginn og verður áfram ef spáin rætist. Á sjötta tímanum í morgun rauk vindurinn upp í 27 metra á sekúndu í mestu hviðu á suðvestan og élin voru dimm seinni hluta nætur. Núna á þriðja tímanum eftir hádegi er glaðasólskin og vindpokinn við flugbrautarendann „hangir slappur niður“ svo vitnað sé í gamla hringhendu sem tæpast er við hæfi að tilfæra hér í heild.
Enn eiga veðurguðir þó eftir að bæta um betur hvað tilbreytingu varðar. Veðurspáin segir að með kvöldinu hvessi á suðaustan og í nótt verði meðalvindur 18-23 metrar á sekúndu og rigning. Samkvæmt því verða höglin stóru senn úr sögunni.
Á mynd nr. 3 er þúfutittlingsegg haft til samanburðar við eitt af höglunum.
mike, fstudagur 07 desember kl: 09:56
I was wondering about the issues in the concepts of regular snow described and also, I couldn't fix the problems persisting in this context. It’s good that you pointed this out here.read more