Tenglar

14. febrúar 2017 | Umsjón

Hólabúð: Opið aðeins kl. 16-18 fyrst um sinn

Frá vettvangi. Ljósm. Skessuhorn/mm.
Frá vettvangi. Ljósm. Skessuhorn/mm.

Síðdegis á sunnudag varð umferðarslys við Laxá í Leirársveit, þar sem tveir bílar skullu saman, jeppi og jepplingur. Í jeppanum á leið vestur voru Ása og Reynir í Hólabúð á Reykhólum, Ólafur Garðar Reynisson og tíkin Írena. Ása og Reynir hlutu beinbrot en eru samt að mestu rólfær, ungi pilturinn slapp betur og tíkin alveg. Þau komu vestur á Reykhóla í dag og þau Ása og Reynir afgreiddu í búðinni í tvo tíma.

 

Af ofangreindum ástæðum verður Hólabúð opin aðeins kl. 16-18 fyrst um sinn. Það verður síðan endurskoðað þegar efni standa til.

 

Ef nauðsyn ber til varðandi eitthvað sem vantar úr búðinni, þá vill Reynir láta gsm-símann sinn fylgja: 897-1317.

 

Frétt Skessuhorns af slysinu

 

Athugasemdir

Sigurbjörn Arnar Jónsson......Sibbi, mivikudagur 15 febrar kl: 05:11

Þessi frétt er ansi víðlesin í Keflavík en gott mál að fór þó ekki verr en þetta.
Gangi ykkur allt í haginn elskurnar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30