Tenglar

11. desember 2015 |

Hólabúð: Panta þarf í síðasta lagi 17. desember

Eins og fram kemur í auglýsingu hér fyrir ofan liggur frammi í Hólabúð á Reykhólum listi þar sem fólk getur pantað hátíðamat fyrir jólin og áramótin. Þau Ása og Reynir í Hólabúð vilja koma því á framfæri, að panta þarf sem fyrst og í allra síðasta lagi fimmtudaginn 17. desember svo að veisluföngin nái á Reykhóla í tæka tíð.

 

Hólabúð

 

Athugasemdir

Þröstur Reynisson, laugardagur 12 desember kl: 11:28

Og lítilræði til umhugsunar á í miðri jólakauptíð:
Ég veit ekkert hvernig verðlag er í Hólabúðinni, en mín skoðun er sú að til lengdar verði alltaf ódýrast að versla í heimabyggð.
Það kostar alltaf margfalt að þurfa að ferðast langar leiðir.
Munum að við getum ekki ætlast til að einhver haldi út verslun fyrir okkur ef hún er aldrei notuð nema þegar við keyptum einni rjómafernu of lítið í Bónus.

Steinunn Ó. Rasmus, laugardagur 12 desember kl: 12:09

Hjartanlega sammála Þresti. Við viljum öll hafa búð og til þess að við getum haft búð þá eigum við einfaldlega að beina innkaupum okkar þangað. Verðlagið megum við aldrei bera saman við stórmarkaðina og stóru verslanakeðjurnar, sem geta pínt verðið niður þ.a. innkaupsverð til lítilla verslana á landsbyggðinni er jafnvel hærra en verð í verslunum stórmarkaðanna. Það hlýtur líka að taka tíma fyrir nýja aðila að sanna sig gagnvart birgjum. Áfram Hólabúð.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31