Hólabúð: Panta þarf í síðasta lagi 17. desember
Eins og fram kemur í auglýsingu hér fyrir ofan liggur frammi í Hólabúð á Reykhólum listi þar sem fólk getur pantað hátíðamat fyrir jólin og áramótin. Þau Ása og Reynir í Hólabúð vilja koma því á framfæri, að panta þarf sem fyrst og í allra síðasta lagi fimmtudaginn 17. desember svo að veisluföngin nái á Reykhóla í tæka tíð.
► Hólabúð
Þröstur Reynisson, laugardagur 12 desember kl: 11:28
Og lítilræði til umhugsunar á í miðri jólakauptíð:
Ég veit ekkert hvernig verðlag er í Hólabúðinni, en mín skoðun er sú að til lengdar verði alltaf ódýrast að versla í heimabyggð.
Það kostar alltaf margfalt að þurfa að ferðast langar leiðir.
Munum að við getum ekki ætlast til að einhver haldi út verslun fyrir okkur ef hún er aldrei notuð nema þegar við keyptum einni rjómafernu of lítið í Bónus.