16. desember 2014 |
Hólakaup: Afgreiðslutímar um hátíðarnar
Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður opin á aðfangadag til kl. 13. Lokað verður á jóladag og annan í jólum en laugardaginn þriðja í jólum (27. desember) verður opið til kl. 17 eins og venjulega. Á gamlársdag verður opið til kl. 17. Lokað er á sunnudögum eins og verið hefur frá því í haust.
Eins og hér hefur komið fram verður rekstri verslunarinnar hætt um áramót. Núna stendur þar yfir eins konar rýmingarsala og veittur 20% afsláttur af öllu nema lottómiðum, símakortum, bensínkortum og tóbaki ef keypt er fyrir 10 þúsund krónur eða meira í einu.