11. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Hólakaup: Opið til 22 frá og með föstudegi
Sumartími gengur í garð í versluninni Hólakaupum á Reykhólum núna á föstudag og stendur til og með 11. ágúst. Opið verður alla daga, helga jafnt sem virka, frá kl. 10 á morgnana og til kl. 22 á kvöldin. Þessi formlegi tólf klukkustunda afgreiðslutími á dag segir að vísu ekki alla söguna.
Eins og fólk þekkir er Eyvi kaupmaður oftast kominn til ýmissa starfa í búðinni klukkan sjö á morgnana og afgreiðir þá jafnframt fólk sem þangað kemur. Hann tekur fram að allir séu velkomnir þegar hann er á annað borð kominn þó að auglýstur afgreiðslutími byrji ekki fyrr en klukkan tíu.