Tenglar

30. ágúst 2010 |

Hólakaup: Sumarafgreiðslutíminn kvaddur

Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Nú hallar sumri og styttri afgreiðslutími í versluninni Hólakaupum á Reykhólum tekur gildi í dag. Í sumar hefur verslunin verið formlega opin frá kl. tíu að morgni til kl. tíu að kvöldi alla daga vikunnar. Það segir þó ekki alla söguna vegna þess að í flestum tilvikum hefur Eyvi kaupmaður verið mættur og búinn að opna um eða upp úr sjö á morgnana. Frá og með deginum í dag verður verslunin opin frá mánudegi til laugardags kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 14-17.

 

Því er við að bæta, að í vetur mun verslunin Hólakaup bjóða og hafa umsjón með leikjatímum í íþróttahúsinu á Reykhólum á sunnudögum kl. 11-12. Fyrsti tíminn verður á sunnudag, 5. september. Þar eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, að skemmta sér saman.

 

Sjá einnig:

05.05.2010  Nýir eigendur Hólakaupa á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31