Tenglar

5. nóvember 2008 |

Hólakaup á Reykhólum í hendur nýrra eigenda

Elísabet Ýr við afgreiðslu.
Elísabet Ýr við afgreiðslu.
1 af 2

Eigendaskipti urðu að versluninni Hólakaupum á Reykhólum núna um mánaðamótin. Nýju eigendurnir eru Elísabet Ýr Norðdahl og Arnór Hreiðar Ragnarsson á Hofsstöðum við Þorskafjörð. Þau taka við af Guðrúnu Guðmundsdóttur og Birni Fannari Jóhannessyni á Reykhólum, sem ráku verslunina með myndarbrag síðustu átta mánuði. Guðrún og Fannar keyptu reksturinn af Jóni Kjartanssyni snemma á árinu og breyttist þá nafnið úr Jónsbúð í Hólakaup. Fannar sagðist fljótlega hafa komist að raun um það, að hann væri ekki verslunarmaður að eðlisfari.

 

Elísabet Ýr mun annast rekstur búðarinnar en segir að bóndi hennar muni þó koma til skjalanna ef grípa þarf hamar eða því um líkt. Hún segir að reksturinn verði með sama hætti og verið hefur, að minnsta kosti fyrst um sinn. „Við ætlum að fara skynsamlegu leiðina og komast vel inn í málin áður en við förum að huga að einhverjum ævintýrum." Hún segir hins vegar að líklega verði afgreiðslutíminn á laugardögum lengdur áður en mjög langt um líður. Núna er opið virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 10 til 14 og verður svo þangað til annað verður ákveðið.

 

Verslunin mun áfram bera nafnið Hólakaup. „Þetta er flott nafn og því verður ekki breytt", segir Elísabet Ýr. Hún segist hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum þessa daga sem liðnir eru. Jafnframt segir hún að þau Guðrún og Björn Fannar hafi verið þeim nýju eigendunum ákaflega hjálpleg við að komast inn í hlutina.

 

Athugasemdir

Birna E. Norðdahl., fimmtudagur 06 nvember kl: 08:31

Til hamingju með kaupin Elísabet mín, og gangi ykkur vel með reksturinn.
Knús mamma og pabbi Hvolsvelli

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31