Tenglar

27. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hólakaup gefa björgunarsveitinni GPS-tæki

Ólafía afhendir Brynjólfi tækin.
Ólafía afhendir Brynjólfi tækin.

Verslunin Hólakaup á Reykhólum hefur fært Björgunarsveitinni Heimamönnum að gjöf fjögur GPS-staðsetningartæki af gerðinni Garmin, samtals að verðmæti um 200 þúsund krónur. Á myndinni er Ólafía Sigurvinsdóttir í Hólakaupum að afhenda tækin frænda sínum Brynjólfi V. Smárasyni, formanni sveitarinnar.

 

Athugasemdir

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, fstudagur 28 mars kl: 01:45

Glæsilegt framtak!

Hjalti, fstudagur 28 mars kl: 07:48

Þið hjónakorn eruð frábær, virkilega flott framtak.

Bergsveinn G Reynisson, fstudagur 28 mars kl: 08:00

" JA SÆLL "

Ekkert smá

Jón Helgi Óskarsson, fstudagur 28 mars kl: 08:10

Glæsilegt framtak.

Solla Magg, fstudagur 28 mars kl: 10:07

Þau eru frábær Eyvindur og Ólafía. Þetta er virkilega flott og glæsilegt hjá þeim .... Ég vil óska Björgunarsveitinni til hamingju með nýju tækin.

Bestu kveðjur til allra á Reykhólum .

Bríet Arnardóttir, fstudagur 28 mars kl: 11:31

Finnst þetta alveg frábært og vildi óska að fleiri tækju þetta til fyrirmyndar.

kv. frá Patró.

Sæmundur Kristjánsson, fstudagur 28 mars kl: 12:05

Innilega til hamingju íbúar Reykhólahrepps að hafa svona vel hugsandi fólk í sveitarfélaginu. Hjá ykkur er greinilega hagur í því að versla í heimabyggð. Áfram Eyvindur og Ólafía.
Það er einnig mjög gaman að sjá á þessari mynd bræðrabörnin Ólafíu og Brynjólf.
Þetta er flott gjöf og góður hugur.
Bestu kveðjur

Fanney Inga, fstudagur 28 mars kl: 12:11

Glæsilegt hjá þeim :)
Til hamingju Heimamenn

Guðrún Guðmundsdóttir, fstudagur 28 mars kl: 14:32

Gott framtak hjá ykkur :)

Svavar Stefánsson, fstudagur 28 mars kl: 16:06

Frábært framtak hjá ykkur ;)

Pálína Straumberg Pálsdóttir, fstudagur 28 mars kl: 20:10

Þetta er glæsilegt hjá ykkur, þið eruð bara frábær.

sigurbjörg Helga Sæmundsdóttir, fstudagur 28 mars kl: 20:25

Flott framtak og frábær gjöf ! Þið eruð greinilega af Úrvalsætt ;)

Elinborg Baldvinsdóttir, laugardagur 29 mars kl: 08:53

Fólkið mitt er frábært :). Gaman að sjá mynd af bræðrabörnunum saman að vinna að góðum málstað. Þeim rennur áðum blóðið til skildunnar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29