Tenglar

8. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hollur er heimafenginn baggi

Þessa dagana breiðist um Facebook hvatning til fólks að versla við lítil fyrirtæki og sjálfstætt starfandi fólk í heimabyggð þegar keyptar eru jólagjafir. Hvatning þessi er runnin undan rifjum fólks á Ísafirði. Á plakati sem Ágúst G. Atlason hefur útbúið (sjá myndina sem hér fylgir) segir m.a.: Verum viss um að peningarnir okkar fari heldur til einstaklinga í samfélaginu en stórfyrirtækja í öðrum landshlutum. Þannig mun stærri hluti heimafólksins eiga gleðileg jól. Styðjum raunverulegt fólk. „Þetta er nú bara hvatning til þess að fólk versli í heimabyggð, við hvetjum allar heimabyggðir til að deila þessu,“ segir Ágúst.

 

„Við vorum nú bara að ræða málin á Facebookþræði hjá Halldóru Björk Norðdahl, hún og ég og Matta [Matthildur Helgadóttir og Jónudóttir] og einhverjir fleiri, þar á meðal Eiríkur bróðir Halldóru [Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur]. Hún hafði póstað svona mynd á ensku og Matta stakk upp á að gera svona á íslensku. Halldóra óskaði eftir þýðingu og Eiríkur snaraði þessu yfir á fimm mínútum. Svo löguðum við þetta eitthvað aðeins til og ég skellti þessu upp í fjórum litum. Þetta fer sem eldur í sinu um allt fés og meðal annars hefur sprottið upp úr þessu Facebook-grúppa fyrir svæðið hérna,“ segir Ágúst.

 

Eins og Ágúst Atlason sagði, þá eru allar heimabyggðir hvattar til að deila þessu. Á þetta ekki fullt erindi til fólks í Reykhólahreppi líka? „Hollur er heimafenginn baggi,“ sagði maður nokkur á Reykhólum um þetta framtak Ísfirðinganna. Gaman væri ef í athugasemdadálkinum hér fyrir neðan væri komið á framfæri ábendingum um hitt og þetta í héraðinu sem hafa mætti í huga í þessu efni.

 

Ágúst G. Atlason

 

Athugasemdir

Magga, sunnudagur 09 nvember kl: 08:44

Þá vil ég endilega benda á jólamarkað Handverksfélagsins Össu sem verður haldinn 29-30 nóv. Þar verður margskonar handverk í boði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31