Tenglar

21. janúar 2016 |

Hólmavík: En síðan eru liðin mörg ár ...

Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós heldur rekstrasjón í félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 16 og 18 á sunnudag, 24. janúar. Orðið rekstrasjón var á sínum tíma notað um skemmtanir með dansi og kaffiveitingum, sem oft voru haldnar um miðjan dag á sunnudögum, og núna ætlar kórinn að bjóða upp á skemmtun af því tagi. Gulli Bjarna og Guðmundur Ragnar spila á nikkurnar, Steini Fúsa stjórnar rosalegu bögglauppboði og veitingar verða til sölu gegn vægu gjaldi.

 

Skemmtunin er fyrir allan aldur. Miðaverðið er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir 10-17 ára en frítt inn fyrir yngri. Ekki tekið við kortum.

 

Kannast ekki annars einhver við þetta (Brimkló/Þorsteinn Eggertsson)?

 

Ég læðist oft upp á háaloft

til að hnýsast í gömul blöð.

Þegar sit ég einn þar koma upp minningar

og atburðarás verður hröð.

Allir strákar voru í támjóum skóm

og stelpur með túberað hár.

Já, og á sunnudögum var rekstrasjón,

en síðan eru liðin mörg ár.

 

Og svo framvegis.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31