Tenglar

28. apríl 2009 |

Hönnunarsamkeppni um vestfirskt lopapeysumynstur

Íslensk (ekki sérvestfirsk) lopapeysa.
Íslensk (ekki sérvestfirsk) lopapeysa.

Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um vestfirskt lopapeysumynstur hjá nemendum í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Samkeppnin er samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Listaháskóla Íslands og Hönnunarmiðstöðvar Íslands og styrkt af Vaxtarsamningi Vestfjarða og Ístex. Markmiðið með keppninni er að hanna mynstur fyrir sérvestfirskar lopapeysur, sem stendur síðan til boða öllu prjónafólki og handverksfélögum sem selja lopapeysur til innlendra og erlendra ferðamanna, og auðvitað heimamanna. Sérstök dómnefnd mun svo velja sigurvegarann.

 

14 tillögur munu berast frá nemendunum og til stendur að hafa sýningu á þeim í sumar víða um Vestfirði. Atvest óskar nú eftir áhugasömu prjónafólki alls staðar á Vestfjörðum sem áhuga hefur á þátttöku í þessu verkefni á þann hátt að prjóna þær 14 tillögur sem berast og munu þessar peysur verða á sýningunni í sumar.

 

Allir áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ásgerði Þorleifsdóttur verkefnastjóra hjá Atvest í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30