Hópakstur dráttarvéla með jólaskreytingum
Bændur í írska smábænum Ballinrobe voru í essinu sínu þegar þeir efndu til hópaksturs dráttarvéla í þeim tilgangi að safna peningum til góðgerðarmála. Alls tóku 25 dráttarvélar þátt í þessum viðburði, en það sem var merkilegast var að allar voru vélarnar skreyttar ýmiskonar jólaseríum. Hver með sínu sniði óku dráttarvélarnar um göturnar í Ballinrobe og voru sumar með viðhengi eins og rúllubindivél eða vagn og var þá viðhengið líka skreytt.
Meira hér á vef Landssambands kúabænda. Þar er líka tengill á frásögn af þessum viðburði ásamt fleiri myndum og myndskeiði.
Skyldu annars írsku bændurnir hafa fyrirmyndina að „skrúðgöngu“ dráttarvéla úr Reykhólasveit, þó að hér séu traktorarnir að vísu ekki með jólaskreytingum?
Að minnsta kosti ekki enn sem komið er, hvað sem verður.