8. júní 2011 |
Hópur fremur óárennilegra gesta í Bjarkalundi
Síðasta helgi var annasöm í Hótel Bjarkalundi vegna sjómannadagsins á Patreksfirði, sem þar var haldinn í sjötugasta skipti. „Fjöldi fólks kom hér við, mikið af brottfluttum Vestfirðingum. Svo komu líka við hjá okkur stórir og miklir kappar sem voru að keppa í Hálandaleikum á Patreksfirði. Mér skildist að þeir væru búnir að reyna við marga stóra steina hér fyrir vestan“, segir Kolbrún Pálsdóttir í Bjarkalundi. „Ég held að flestir þessara manna hafi verið yfir tveir metrar á hæð.“
Þórarinn Ólafsson var á staðnum og tók myndina.