Tenglar

19. september 2011 |

Hörður Torfa með tónleika á Reykhólum

Söngvaskáldið Hörður Torfason heldur tónleika í borðsal Reykhólaskóla kl. 20.30 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Tæplega hefur nokkur íslenskur listamaður verið eins iðinn að ferðast um landið með söngva sína og sögur eins og Hörður. Hann hóf reglubundnar tónleikaferðir upp úr 1970 og enn er hann að. Með sögum sínum, söngvum og leiklistarstarfi hefur Hörður verið óþreytandi að takast á við samtíð sína og berjast fyrir betri tilveru og jafnrétti - fyrir alla. Hann hefur allan þennan tíma unnið að því að benda á nauðsyn fjölbreytileikans, samstöðunnar og samræðunnar.

 

Hörður hefur starfað sjálfstætt hartnær fjóra áratugi. Hann hefur engan fjárhagslegan bakhjarl og hefur aldrei haft. Hann treystir eingöngu á sjálfan sig og gefur út allt sitt efni sjálfur. Meðal annars hefur hann sent frá sér ljóðabækur og leikrit og 23 geisladiska. Núna er nýkominn út frá honum diskur sem hlaut nafnið Vatnssaga (sjá mynd).

 

Þetta er ekki í fyrsta eða annað sinn sem Hörður Torfason heldur tónleika á Reykhólum heldur kom hann líka fyrir bæði tveimur og þremur árum. Hann verður síðan í tónlistarsalnum Hömrum á Ísafirði á fimmtudagskvöld og Café Riis á Hólmavík kl. 20 á föstudagskvöld.

 

Heimasíða Harðar Torfasonar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30