Tenglar

11. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Hörkutól í sjósundi

Hópurinn í fjörunni í Miðhúsatöngunum. mynd, Erna Héðinsdóttir
Hópurinn í fjörunni í Miðhúsatöngunum. mynd, Erna Héðinsdóttir

Um helgina fyrir rúmri viku, var haldið sjósundnámskeið á Reykhólum. Námskeiðið var haldið að frumkvæði Ingibjargar Sveinsdóttur á Miðhúsum, en hún hefur stundað sjósund síðan um aldamót.

 

Kennari var Erna Héðinsdóttir, markþjálfi og næringarfræðingur. Hún hefur um árabil kennt sjósund.

Þátttaka var góð, 12 manns sóttu námskeiðið, konur í meirihluta eða 11. Það var Bergþór Thorstensen sem var eini karlinn í hópnum.

 

Margir sem prófa sjósund eða sjóböð ánetjast þeim og láta ekki á sig fá þótt veðrið sé kalt. Þeir sem stunda sjósund gera það sér til skemmtunar, vegna félagsskaparins og til þess að bæta líkamlegt atgervi og þol. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um ágæti sjósunds og efast fáir um að það bæti og efli ónæmis- og æðakerfi líkamans. Fjölmargir sjósundsmenn geta staðfest þetta og hafa ekki kennt sér meins síðan þeir byrjuðu að stunda sjósund. Sjóböð hjálpa líka fólki að takast á við þunglyndi.

 

Ein þeirra sem var á námskeiðinu var Bettina Seifert, sem er austurrísk að uppruna en hefur búið hér á landi alllengi. Hún sagði að sér hefði alla tíð fundist fjarstæða að sulla í köldu vatni, ekki síst hér þar sem nóg er af heitu vatni. Þar sem hún er félagslynd og ögn forvitin ákvað hún að taka þátt í þessu námskeiði. Þegar var komið að því að fara í sjóinn leist henni ekki meira en svo á blikuna en lét sig hafa það og sagði að það hefði verið mikill persónulegur sigur. Næstu skipti voru svo bara auðveld. Hún lét þess getið að félagsskapurinn hefði líka verið mikil hvatning.

 

Fólk sem hefur áhuga á að prófa sjósund er velkomið í hópinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30