13. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Hörmungardagar í Strandabyggð
Hátt í þrjátíu viðburðir af ólíku tagi eru á dagskrá Hörmungardaga í Strandabyggð sem standa núna frá föstudegi og fram á sunnudag. Dagskráin byrjar um hádegið á morgun og verður óslitin þessa daga uns henni lýkur með sögustund í Sauðfjársetrinu á Sævangi. Þar segir Jón þjóðfræðingur Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð frá drengjunum í Kirkjubólsgili og fleiri sorgaratburðum á Ströndum.
► Dagskrána má lesa hér á vefnum strandir.is.
Myndina tók Jón Halldórsson á Hólmavík núna í lok janúar.