31. júlí 2008 |
Hótel Bjarkalundur: Brenna og ball með Erpi og Atla
Erpur og Atli sjá um fjörið á dansleik í Bjarkalundi á laugardagskvöld og fram á nótt. Eins og áður um þessa helstu ferðahelgi sumarsins verður svolítil brenna þar sem fólk safnast saman að loknum málsverði en síðan byrjar ballið. Á hlaðborðinu bráðum þjóðkunna verður úrval fiskrétta og kjötrétta og síðan verður kveikt í bálkestinum á slaginu klukkan níu.
Árni Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi er ákaflega ánægður með traffíkina í sumar og segir hana miklu meiri en í fyrra. Væntanlega hefur auglýsingin sem hótelið fékk þegar Georg Bjarnfreðarson og sá mannskapur var þar við upptökur á Dagvaktinni í vor ekki spillt fyrir.