Tenglar

23. nóvember 2011 |

Hraðbanki á Reykhóla?

Fyrr á þessu ári sendi Reykhólahreppur beiðni til Landsbankans um hraðbanka á Reykhólum. „Það er ósk okkar að Landsbankinn skoði möguleikann á því að setja upp hraðbanka í safnahúsinu / upplýsingamiðstöðinni með þjónustu frá útibúinu í Króksfjarðarnesi. Það er enginn hraðbanki í þjóðbraut frá Akranesi til Patreksfjarðar og gæti hraðbanki á Reykhólum verið Landsbankanum til heilla og dregið til sín hluta þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leið eiga um Reykhóla á ferð sinni um Vestfirði“, segir í erindi sveitarstjóra til bankans.

 

 

„Reykhólahreppur státar af útibúi frá Landsbankanum í Króksfjarðarnesi sem þjónar íbúum hreppsins af mikilli alúð. Við þökkum fyrir að staðinn hefur verið vörður um útibúið enda þjónar það stóru hlutverki í daglegu lífi íbúa og fyrirtækja í hreppnum.

 

Hingað til hefur ekki verið talinn grundvöllur fyrir uppsetningu hraðbanka á Reykhólum enda íbúar fáir og þjónusta við bankann dýr. Nú hafa orðið á breytingar sem felast í auknum straumi ferðamanna til hreppsins. Gistinóttum ferðamanna hefur fjölgað úr tæplega 70.000 í 112.000 á Vestfjörðum á síðustu þremur árum, þar af úr um 3.000 í rúmlega 5.000 í Reykhólahreppi einum“, segir m.a. í erindi sveitarstjóra til Landsbankans.

 

Jafnvel er búist við niðurstöðu í málinu þessa dagana.

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, fimmtudagur 24 nvember kl: 14:23

Já það væri frábært að fá hraðbanka, komin tími til;-)

Kristján Garðarsson, fimmtudagur 24 nvember kl: 17:58

Það er ekki rétt að það sé ekki hraðbanki í þjóðbraut Akranes Patreksfjörður.
Ég veit ekki betur en það sé bæði í Hyrnuni Borgarnesi og Arionbanka Búðardal.

Guðrún Guðmundsdóttir, fimmtudagur 24 nvember kl: 20:44

Löngu orðið tímabært að það komi hraðbanki á Reykhóla. Held að hann yrði notaður miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir : )

Karl, laugardagur 26 nvember kl: 23:41

Þetta er gott málefni en að fara með slík ósannindi í mælflutningi er auðvitað bara bjænalegt. Það er haðbanki í Borgarnesi og í Búðardal. Báðir við þjóðbraut.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31