Hrefna Jónsdóttir ætlar að taka slaginn
Ég hef ákveðið að lýsa hér með yfir áhuga á setu í sveitastjórn Reykhólahrepps á næsta kjörtímabili.
Ég tel að þetta sveitarfélag bjóði upp á gífurlega möguleika í komandi framtíð og mér þætti mjög spennandi að taka þátt í þeirri vegferð.
Lengi hef ég fylgst með, tekið þátt í umræðum og skoðað málin en nú tel ég tímabært að leggja mitt af mörkum.
Verkefnin framundan eru mörg og spennandi. Það sem ég held að þurfi að vera áhersluatriði m.a. er:
- Fjölgun leiguíbúða með fjölbreyttum aðferðum
- Leikskólalóðin
- Viðhald á fasteignum hreppsins m.a. grunnskólahúsnæði
- Að auka tækifæri einstaklinga til þess að koma hugmyndum sínum í framkvæmd
- Vinna að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum
- Nýta mannauðinn í samfélaginu eins vel og mögulegt er, það mikilvægasta er þó að sveitastjórn vinni vel saman með hagsmuni sveitarfélagsins í forgrunni.
Ég er alltaf til í umræður um málefni sveitarfélagsins svo það má endilega senda á mig línu ef vill.
Ég vona einnig að fleiri ákveði að rétta upp hönd og bjóða fram sína krafta!
Hrefna Jónsdóttir