Tenglar

12. apríl 2011 |

Hreindýr: „Hætta á óbætanlegu tjóni“

Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar og nágrennis telur að hugmynd um flutning á hreindýrum til Vestfjarða sé ekki ásættanleg með tilliti til sauðfjársjúkdóma. Jafnframt sé hún ótæk með öllu án undangenginna gróður- og veðurfarsrannsókna þegar litið er til þarfa og velferðar dýranna og gróðurverndar svæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið öllum sveitarstjórnum á Vestfjörðum sem ábending um þá „gríðarlegu áhættu sem tekin væri með flutningi hreindýra til Vestfjarða“.

 

Í bréfinu segir jafnframt: „Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauðfjársjúkdóma, má þar m.a. nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að hreindýr geti borið riðu ásamt öðrum smitsjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarnarlínur, halda þeim ekki, er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði.“

 

Enn fremur segir: „Vestfirðir eru lausir við alla alvarlega smitsjúkdóma í sauðfé, sem skiptir miklu máli fyrir landið í heild. Hingað er leitað þegar niðurskurður af völdum riðu hefur farið fram og leita þarf eftir nýjum fjárstofni, auk þess sem gríðarlega mikið af gripum er sótt á Vestfirði til kynbóta í öllum landshlutum. Þessu megum við ekki kasta frá okkur í fljótræði.“

 
Bréf þetta var kynnt á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í gær.
 

Sjá einnig:

07.03.2011  Hreindýr á Vestfjörðum?

24.01.2011  Villisvín, sauðnaut, lamadýr og mörgæsir á Vestfirði?

23.11.2010  Hreindýr á Vestfirði

 

Athugasemdir

Kristján Pálsson, mivikudagur 13 aprl kl: 13:01

Það hefur aldrei sannast að riða geti tekið sér bólfesti í hreindýrum og reyndar talið útilokað. Það hefur heldur ekki sannast neitt um garnaveiki í hreindýrum. Það fannst á 8. áratugnum eitt dautt hreindýr í Kringilsárrana sem var ekki krufið en giskað á að það hefði drepist úr garnaveiki. Þetta er eina meinta dæmið um smithættu byggða á hæpnum grunni.

Hreindýr voru á Reykjanesi í 150 ár án nokkurs skaða og það á einhverjum kaldasta og erfiðasta tíma sem menn og dýr á Íslandi hafa lifað. Þá var meðal annars mikið ryfið upp af hrísi og lyngi til eldviðar og samt lifðu hreindýrum góðu lífi á Reykjanesinu. Þein var útrýmt af svæðinu með ofveiði1930 .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30