Tenglar

26. júlí 2011 |

Hreindýr á Vestfirði - Skotvís vill rannsóknir

Undanfarna mánuði hefur mikið verið fjallað um hugsanlegan flutning hreindýra til Vestfjarða en skoðanir á því eru mjög skiptar. Skotvís (Skotveiðifélag Íslands, landssamtök um skynsamlega skotveiði) vill að hafin verði vinna við að taka saman þau gögn sem liggja fyrir og rannsóknir verði settar af stað til að stjórnvöld, t.d. sveitarstjórnir á Vestfjörðum, geti myndað sér skoðun á málinu, byggða á bestu fáanlegri þekkingu. Í haust hyggst Skotvís standa fyrir málþingi um hreindýr. Flutningur hreindýra á ný svæði er meðal þess sem ræða þarf á slíkum vettvangi, segir í tilkynningu frá félaginu.

 

Þar segir einnig:

 

Tilvist hreindýra á Íslandi hefur allt frá upphafi verið umdeild og oft hafa einkennileg sjónarmið komið fram í umræðunni sem einkennast af fordómum og skorti á þekkingu á hreindýrum og áhrifum þeirra á umhverfið. Skotveiðifélag Íslands hefur tekið þátt í þessari umræðu og sjónarmið félagsins byggjast á bestu fáanlegu gögnum sem íslenskir og erlendir vísindamenn búa yfir. Reynsla manna af hreindýrum á Austurlandi er þess eðlis að þeir sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu ættu að kynna sér kosti þess að flytja þau á ný til eldri heimkynna sem og nýrra landshluta. Hreindýr lifa góðu lífi nánast um allt norðurhvel jarðar og sérfræðingar í hreindýrum hafa lýst því yfir að Vestfirðir séu spennandi kostur fyrir hreindýr.

 

10.05.2011  Gerólíkar skoðandir varðandi hreindýr á Vestfjörðum

12.04.2011  Hreindýr á nefndafundum í Reykhólahreppi

 

Skotvís - Skotveiðifélag Íslands, landssamtök um skynsamlega skotveiði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31