Hreindýr á nefndafundum í Reykhólahreppi
Erindi þetta, dagsett 10. janúar, sendi Eiríkur upphaflega til hreppsnefndar en á fundi sínum 13. janúar vísaði hún því til umhverfis- og náttúruverndarnefndar til efnislegrar umfjöllunar. Hún tók erindið fyrir á fundi 8. febrúar og var þá eftirfarandi bókað: „Nefndin fór yfir erindið og fagnar hugmyndum um atvinnuskapandi möguleika í Reykhólahreppi og á Vestfjörðum öllum. Til að flutningur hreindýra á milli landshluta geti komið til þurfa að koma til lagabreytingar og samþykkt landeigenda á landsvæðinu. Nefndin telur að hvort tveggja sé ansi langsótt. Erindi frá Vesturbyggð sama efnis er nú þegar hjá Umhverfisstofnun og er vert að bíða niðurstöðu þess.“
Þegar hreppsnefnd fjallaði um fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar 17. febrúar lét Eiríkur, sem á sæti í hreppsnefnd Reykhólahrepps, bóka eftirfarandi: „Ég legg til að umhverfisnefnd taki málið aftur upp og svari því sem það fjallar í raun um.“ Síðan var málið tekið fyrir á nýjan leik í umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
Afgreiðslur sérnefnda sveitarfélaga öðlast ekki gildi fyrr en hreppsnefnd eða bæjarstjórn hefur staðfest þær.
Reglulegir fundir hreppsnefnda og bæjarstjórna eru að jafnaði öllum opnir til áheyrnar. Ef um sérstök persónuleg trúnaðarmál er að ræða er fundum lokað á meðan þau eru rædd og afgreidd.
Sjá einnig:
12.04.2011 Hreindýr: „Hætta á óbætanlegu tjóni"
07.03.2011 Hreindýr á Vestfjörðum?
24.01.2011 Villisvín, sauðnaut, lamadýr og mörgæsir á Vestfirði?
23.11.2010 Hreindýr á Vestfirði