Tenglar

15. janúar 2009 |

Hreindýraveiðimenn gæti varúðar í Reykhólasveit

Hreindýr eða nautgripir? Eða jafnvel fílahjörð á beit við Heyána?
Hreindýr eða nautgripir? Eða jafnvel fílahjörð á beit við Heyána?

Lesandi sendi vefnum fyrir nokkru mynd sem hann tók skammt frá Miðjanesi þegar hann átti leið um þjóðveginn út Reykjanesið. Hann taldi að þarna væri hópur hreindýra. Skyggni var hins vegar ekki með besta móti og myndirnar voru ekki heldur með besta móti, þannig að erfitt er að sjá þetta með vissu. Hreintarfar eru sagðir fella hornin á jólaföstunni og kann það að vera skýringin á því, að ekki er hægt að greina horn á dýrunum á myndinni.

 

Náttúruvísindamenn og fleiri sem skoðað hafa myndina telja einna líklegast að þetta séu nautgripir, sennilega kálfar. Þeir munu hafa verið á þessum slóðum allt frá því að Úlfur skjálgi (rangeygi) nam land á Reykjanesi við Breiðafjörð og setti bú á því miðju, þar sem síðan heitir Miðjanes.

 

Skotveiðimenn eru þess vegna beðnir að gæta varúðar áður en þeir hefja hreindýraveiðar í Reykhólasveit svo að þeir veiði ekki af misgáningi nautgripi bænda í héraðinu.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius, Hvalfjarðarsveit, fstudagur 16 janar kl: 08:16

Ætli það hafi ekki verið árið 2005 eða 2006 sem hreppsnefnd Reykhólahrepps barst formlegt erindi frá Sigmari B. Haukssyni formanni Skotveiðifélags Íslands þar sem leitað var álits hreppsnefndar á að hreindýr yrðu flutt frá Austurlandi í Reykhólahreppinn.

Það er skemmst frá því að segja að hreppsnefndin þáverandi tók illa í málið.

En það er sem sagt ekki alveg nýtt að tengja saman Reykhólahrepp og hreindýraveiðar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30