16. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Hreppsnefnd: Áhyggjur vegna Ingunnarstaða
„Hreppsnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum á þeirri stöðu sem upp er komin á Ingunnarstöðum“, segir í bókun sem hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum. Tekið var fyrir erindi frá Ólafi Kristinssyni lögmanni, þar sem fram koma málavextir vegna Ingunnarstaða. Sveitarstjóra var falið að svara erindinu fyrir hönd hreppsnefndar og leggja svarbréf fram til kynningar á næsta fundi.
Sjá reitinn Fundargerðir neðst til vinstri hér á vefnum.
► 16.02.2013 Daníel á Ingunnarstöðum og baráttan við kerfið
► 19.02.2013 Fulltrúar Bændasamtakanna koma á Ingunnarstaði
► 21.02.2013 „Jákvæður fundur“ á Ingunnarstöðum