Tenglar

14. október 2009 |

Hressilegur blástur við borðaklippingu

Nýi vegurinn um Gautsdal og Arnkötludal var í dag opnaður formlega við hátíðlega athöfn við Þröskulda þar sem hann liggur hæst. Með tilkomu þessa vegar hefur leiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur og norðursvæðis Vestfjarða verið stytt um 42 km. Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borða og afhjúpuðu um leið skjöld í tilefni þeirra tímamóta að bundið slitlag er nú á allri leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og reyndar alveg til Bolungarvíkur. Það blés hressilega en vegagerðarfólk, heimamenn og aðrir gestir sem voru fjölmennir létu það ekki á sig fá. Horfið var þó frá því að strengja borðann yfir veginn svo sem hefð er fyrir sökum þess að Kári lét heldur ófriðlega.

 

Meðal boðsgesta Vegagerðarinnar við þessa athöfn voru hreppsnefnd og sveitarstjóri Reykhólahrepps. Meðfylgjandi myndir eru frá Vegagerðinni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31