Tenglar

29. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Hreyfivika UMFÍ

1 af 2

Nú er gengin í garð hreyfivika og þá verða allskonar viðburðir, dagskráin er hér:

 

Þriðjudagur: 

Jóga kl. 17:30. Umsjónarmaður Ágústa Ýr.

Hlaupahópur kl. 20:00. Hitað upp fyrir kvennahlaupið. Hlaupið frá íþróttahúsinu, einnig verður kraftganga á sama stað og tíma. Umsjónarmaður Jóhanna Ösp.

 

Miðvikudagur: 

Náttúruganga. Gengið um Einireyki-Langavatn. Þetta er um 2 km löng ganga og geta allir tekið þátt. Dalli sér um leiðsögn í göngunni. Lagt af stað frá Grettislaug kl. 17:30.

 

Fimmtudagur:

Fótboltaæfing fyrir yngri hóp kl. 16:00. Umsjónarmaður Ágústa Klara.

Fótboltaæfing fyrir eldri hóp kl. 16:45. Umsjónarmaður Ágústa Klara.

Jóga kl. 17:30. Umsjónarmaður Ágústa Ýr.

 

Föstudagur: 

Útileikir fyrir alla sem vilja, fullorðna og börn. Mæting í Hvanngarðabrekku kl. 13:00.

 

Laugardagur:

Kvennahlaup. Hlaupið frá Reykhólakirkju. Hægt að velja um vegalengdir frá 2 km upp í 10 km. 

 

Alla vikuna: 

Vinnustaðaáskorun #minhreyfing. Vinnustaðir taka þátt og taka myndir af sjálfum sér í hreyfingu. Ekki hreyfðar myndir en hreyfingamyndir. Skorað á sem flesta vinnustaði að taka þátt. Líka minni vinnustaðina. 

 

Sundkeppni. Hægt verður að skrá vegalengdir sem maður syndir í Grettislaug í afgreiðslu. Undanfarin ár hefur verið sundkeppni sveitafélagana en það verður ekki í ár. Hinsvegar verður þetta sundkeppni íbúa, og efstu 5 sætin birt á Reykhólavefnum í lok vikunnar. Sund er sælustund. 

 

Að síðustu er bent á hreyfibingóið sem er á meðfylgjandi auglýsingu.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31