27. maí 2019 | Sveinn Ragnarsson
Hreyfivika UMFÍ hefst í dag
Sveitarfélagið mun bjóða þeim sem vilja synda í vikunni frítt í sund!
En þar sem laugin verður ekki opnuð fyrr en á morgun (eftir bilanirnar undanfarið) þá verður auka opnun á miðvikudaginn.
Þetta virkar þannig að þið látið vita í afgreiðslu að þið ætlið að synda (það sem ykkur finnst passleg vegalengd) og kvittið á eyðublað í afgreiðslunni. Þegar sundferðinni er lokið skráið þið svo vegalengdina sem þið syntuð og svo verður samantekt á sundi íbúanna í lok vikunnar.
SUND ER SÆLUSTUND!