Tenglar

20. maí 2016 |

Hreyfivikan í Reykhólahreppi

Reykhólahreppur ætlar að taka þátt í Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands dagana 23.-29. maí, eða frá mánudegi og fram á sunnudag. Frítt á alla viðburði.

 

 

Dagskráin

 

Mánudagur 23. maí

16-20 Opið í sund

20.30 Námskeiðið Inngangur að hugleiðslu – Helga Þórey

 

Þriðjudagur 24. maí

17.15 Bootcamp – Einar Kr. Sveinbjörnsson

16-20 Opið í sund

16.15 Sundleikfimi – María Maack

 

Miðvikudagur 25. maí

17.15 Bootcamp – Einar Kr. Sveinbjörnsson

20.30 Námskeiðið Inngangur að hugleiðslu – Helga Þórey

 

Fimmtudagur 26. maí

17.15 Bootcamp – Einar Kr. Sveinbjörnsson

16-20 Opið í sund

 

Föstudagur 27. maí

16-20 Opið í sund

16.15 Sundleikfimi – María Maack

18 Zumba – Elísabet Ýr

 

Laugardagur 28. maí

13 Zumba – Elísabet Ýr

14-18 Opið í sund

 

Sunnudagur 29. maí

13 Zumba – Elísabet Ýr

 

 

Sundið skráð vegna keppni sveitarfélaga

 

Þegar Grettislaug er opin verður frítt í sund fyrir þá sem ætla að nýta sér laugina í hreyfingu. Þá þurfa fullorðnir að synda 400 metra til að fá frítt í sund og börn að fara 20 stuttar ferðir. Fólk getur svo skráð metrafjöldann á þar til gert eyðublað í afgreiðslunni og tekið þátt í sundkeppni hreyfivikunnar, þar sem sveitarfélögin etja kappi.

 

 

Myndir og myllumerkið #hreyfireyk

 

Myllumerkið #hreyfireyk verður notað fyrir þá sem eru að taka þátt í þessu en komast kannski ekki á viðburði. Þá er hægt að birta myndir með myllumerkinu á tómstundasíðu Reykhólahrepps á Facebook (fylgist með henni) eða á Instagram. Tilvalið að taka myndir þegar verið er að hlaupa á eftir kindum, fara í göngutúr eða fjallgöngur, reka kýrnar út á tún, fara í hjólaferð með börnunum og þar fram eftir götunum.

 

 

Um námskeiðin

 

Sundleikfimi: Í sundleikfimi er lögð áhersla á að styrkja stöðu baksins, upphitun með því að nota viðnám vatnsins og liðkun fyrir axlir og aðra liði. Hentar öllum, en fólk getur þyngt æfingar með því að nýta handblöðkur. Gott að hafa ullarhúfu á höfði og vera í ullarbol ef maður á einn gamlan og slitinn. Leiðbeinandi er María Maack.

 

Inngangur að hugleiðslu (ætlað fyrir 14 ára og eldri): Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum grunntækni í hugleiðslu og kenna einfaldar en áhrifaríkar hugleiðslur til að draga úr streitu og efla innri frið í daglegu amstri. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir byrjendur. Leiðbeinandi er Helga Þórey.

 

Zumba: Zumba er frábært fitness-prógramm byggt á suðrænum tónlistartakti í bland við heitustu lögin. Þú dansar en þarft ekki að kunna að dansa. Leiðbeinandi er Elísabet Ýr.

 

Bootcamp: Æfingar og hlaup sem hver og einn tekur á sínum hraða. Þess vegna getur hver sem er byrjað í bootcamp hvenær sem er. Leiðbeinandi er Einar Kr. Sveinbjörnsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31