Tenglar

5. apríl 2017 | Sveinn Ragnarsson

Hring eftir hring, fram og aftur eða út og suður...

Nú er aftur hugmyndin að fólk í Reykhólahreppi stefni að því að ganga samtals 500 Reykhólahringi á einum mánuði, eða frá 6. apríl til 6. maí. Það er samt alls ekki skilyrði að ganga hringinn á Reykhólum, heldur er hægt að ganga hvar sem er vegalengd sem svarar nokkurn veginn einum Reykhólahring, sem er um 1.250 metrar. Þátttakendur skrái göngurnar í athugasemdunum hérna fyrir neðan. Allar nánari upplýsingar má finna hér og líka á Facebook. Til að skrá göngurnar, smellið á Meira eða á fyrirsögnina hér fyrir ofan, og þá birtist skráningarkerfið / athugasemdakerfið.

 

Ath.: Til að skrifa - rúllið alla leið niður.

 

Sú hugmynd kom fram á foreldrafundi í Reykhólaskóla árið 2015, að fólkið í Reykhólahreppi myndi í sameiningu stefna á að ganga samtals 500 Reykhólahringi á einum mánuði.

 

Það var Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi, sem kom þessu af stað, og sagði til útskýringar;

Ef til dæmis fimm manna fjölskylda fer tvo hringi einn daginn eru það að sjálfsögðu samtals tíu hringir. En til að fólkið í sveitinni þurfi nú ekki að keyra út á Reykhóla til að ganga í hringi þar, þá má að sjálfsögðu taka sambærilegan hring í sveitasælunni“

 

Auðvitað þarf að skrá þetta allt saman og í þeim tilgangi hefur verið búin til skráningarsíða hér á vefnum. Notið athugasemdadálkinn til að skrá göngurnar, tilgreinið nafn eða nöfn þeirra sem ganga og fjölda „hringja“ sem genginn er hverju sinni.

 

Að sjálfsögðu er ekki nauðsynlegt að ganga í hring, heldur er einfaldlega um það að ræða að ganga (eða rölta eða skokka eða hlaupa eins og hver vill) um það bil þá vegalengd sem nemur einum Reykhólahring. Hann er rúmur kílómetri, nánar tiltekið rétt um það bil 1.250 metrar.

 

Jóhanna Ösp stofnaði líka Facebooksíðu um þetta verkefni. Þar lagði meðal annarra orð í belg Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli), einhver sá ötulasti þeirra sem að jafnaði ganga Reykhólahringinn. Hann sagði að þeir sem ganga þjóðveginn gætu áætlað vegalengdina með því að telja stikurnar. Algengt sé að um 50 metrar séu á milli stika, og þannig væri einn „hringur“ 25 stikur (50 x 25 = 1.250).

 

Líka er hægt að skrá göngurnar á Facebooksíðuna sem hér var nefnd. En ekki eru allir á Facebook, og þess vegna væri heppilegra, til að halda þessu saman, að nota áðurnefnda skráningarsíðu hér á Reykhólavefnum. Auðvitað væri gaman að fá skráningar líka á Facebook, kannski ásamt nánari upplýsingum eða frásögnum varðandi gönguferðirnar, sem jafnframt væri tilvalið að setja inn í athugasemdirnar á skráningarsíðunni hér á vefnum.

Til gamans má geta þess að síðast þegar þetta var í gangi, var gengið sem svaraði 618 Reykhólahringjum, eða 772,5 km. Rökstuddur grunur er um að heldur hafi verið vantaldir hringirnir við skráningu.

 


Athugasemdir

Jóhanna Ösp, mivikudagur 05 aprl kl: 10:26

2 hringir hér

Dalli, mivikudagur 05 aprl kl: 10:44

Gott framtak. Eigum við ekki að stefna á bætingu t.d. 750 "hringi"? Óhætt er að bóka strax göngugarpana í Barmahlíð, Gunnar og Björgvin. Þeir ganga "hring" tvisvar á dag = 120 hr.

Reynir, mivikudagur 05 aprl kl: 10:52

Á þetta semsagt að byrja 6. Ekki 1. Apríl

Byrjaði 1. apríl, mivikudagur 05 aprl kl: 14:20

Endilega skráið það sem þið eruð búin með :)

Hallfríður Valdimarsdóttir, mivikudagur 05 aprl kl: 14:52

4 hér

Ásborg og Jóhanna, fstudagur 07 aprl kl: 20:39

2 á mann =4

Dalli, sunnudagur 09 aprl kl: 11:19

Heimsótti Geira heitinn og þá eru komnir 12 hringir frá 1. apríl.

, mnudagur 10 aprl kl: 10:03

2 hér

Ásborg, mnudagur 10 aprl kl: 14:50

2 hringir

Reynir og Ása, mivikudagur 12 aprl kl: 08:55

1 til 10 apríl Reynir 27 og Ása 27 hringir

Jóhanna, fstudagur 14 aprl kl: 16:18

Eg, Ásborg, Einar Valur og Yrsa forum hring i dag = 3/4

Dalli, sunnudagur 16 aprl kl: 22:08

10 hringir þessa vikuna.

Hildigunnur og Ásborg, laugardagur 22 aprl kl: 09:11

2 hringir hvor

Hlaupahópur, laugardagur 22 aprl kl: 09:12

27 hringir

Páskaeggjaleit, laugardagur 22 aprl kl: 09:13

1/2 hringur á mann 40 hringir

Reynir Þór Róbertsson, laugardagur 22 aprl kl: 14:11

11-20 apríl 31 Reynir 31 Ása

Dalli, sunnudagur 23 aprl kl: 12:43

Tíu hringir þessa viku.

Reynir og Ása, sunnudagur 30 aprl kl: 17:39

21 til 30 Reynir 29 og Ása 29 hringir.

Dalli, mnudagur 01 ma kl: 09:57

10 til viðbótar.

Hallfríður Valdimarsdóttir, rijudagur 02 ma kl: 07:02

10 hér halla og co

Sólveig Guðmundsdóttir, rijudagur 02 ma kl: 10:42

Ég gekk 11 hringi, Simmi 1 og Elvar Máni gekk 10 hringi.

Reynir og Ása, sunnudagur 07 ma kl: 08:41

1 - 6 maí Reynir 19 og Ása 19 hringir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31