Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi
Reykhólahreppur leitar eftir áhugasömum einstaklingum í hóp hagsmunaaðila vegna verkefnis sem ber yfirskriftina Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi (áður Grænir iðngarðar á Reykhólum).
Verkefnið Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi hefur alla burði til að verða afl til breytinga á samfélagi og atvinnulífi Reykhólahrepps. Mikilvægt er því að hópurinn samanstandi af þverskurði samfélagsins í Reykhólahreppi og að allir sem láta sig þróun samfélagsins varða taki þátt í vinnunni. Hagsmunaaðilar geta verið íbúar eða fulltrúar fyrirtækja á Reykhólum.
Markmið verkefnisins eru:
- Að skapa ramma um auðlindamál Reykhólahrepps.
- Koma á samkomulagi á milli sveitarfélagsins, Þörungaverksmiðjunnar, Orkubús Vestfjarða og ríkisins um auðlindanýtingu í sveitarfélaginu.
- Að skipuleggja hringrásarsamfélag og græna iðngarða í Reykhólahreppi.
Hlutverk hagsmunahóps:
- Gæta þess að raddir fyrirtækja og íbúa skili sér inn í vinnu við verkefnið.
- Vera til umsagnar um gögn sem lögð eru fyrir hópinn.
- Tilnefna fulltrúa í stýrihóp* verkefnisins**.
Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu í síma 6982559 eða johanna@reykholar.is
fyrir 1. febrúar.
* Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar sveitarstjórnar Reykhólahrepps, Vestfjarðastofu, Þörungaverksmiðjunnar/Byggðastofnunar, Bláma, Orkubús Vestfjarða og hagsmunaaðila. Stýrihópur vinnur þétt með ráðgjöfum verkefnisins sem í fyrsta áfanga verkefnisins eiga að greina auðlindir og móta sviðsmyndir mögulegrar þróunar.
** Fulltrúi hagsmunaaðila í stýrihópi verkefnisins verður tengiliður hagsmunaaðila og stýrihóps. Mikilvægt er að sá fulltrúi sinni upplýsingagjöf milli hagsmunahóps og stýrihóps.