Tenglar

23. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi

Reykhólahreppur leitar eftir áhugasömum einstaklingum í hóp hagsmunaaðila vegna verkefnis sem ber yfirskriftina Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi (áður Grænir iðngarðar á Reykhólum). 

 

Verkefnið Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi hefur alla burði til að verða afl til breytinga á samfélagi og atvinnulífi Reykhólahrepps. Mikilvægt er því að hópurinn samanstandi af þverskurði samfélagsins í Reykhólahreppi og að allir sem láta sig þróun samfélagsins varða taki þátt í vinnunni. Hagsmunaaðilar geta verið íbúar eða fulltrúar fyrirtækja á Reykhólum.  

 

Markmið verkefnisins eru: 

  • Að skapa ramma um auðlindamál Reykhólahrepps.
  • Koma á samkomulagi á milli sveitarfélagsins, Þörungaverksmiðjunnar, Orkubús Vestfjarða og ríkisins um auðlindanýtingu í sveitarfélaginu. 
  • Að skipuleggja hringrásarsamfélag og græna iðngarða í Reykhólahreppi. 

Hlutverk hagsmunahóps:

  • Gæta þess að raddir fyrirtækja og íbúa skili sér inn í vinnu við verkefnið.
  • Vera til umsagnar um gögn sem lögð eru fyrir hópinn. 
  • Tilnefna fulltrúa í stýrihóp* verkefnisins**. 

 

Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu í síma 6982559 eða johanna@reykholar.is 
fyrir 1. febrúar.

 

* Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar sveitarstjórnar Reykhólahrepps, Vestfjarðastofu,  Þörungaverksmiðjunnar/Byggðastofnunar, Bláma, Orkubús Vestfjarða og hagsmunaaðila. Stýrihópur vinnur þétt með ráðgjöfum verkefnisins sem í fyrsta áfanga verkefnisins eiga að greina auðlindir og móta sviðsmyndir mögulegrar þróunar. 

 

** Fulltrúi hagsmunaaðila í stýrihópi verkefnisins verður tengiliður hagsmunaaðila og stýrihóps. Mikilvægt er að sá fulltrúi sinni upplýsingagjöf milli hagsmunahóps og stýrihóps. 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31