1. mars 2018 | Sveinn Ragnarsson
Hrósdagurinn í dag
Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag. Hrósdagurinn var fyrst haldinn í Hollandi fyrir 13 árum, en breiddist fljótt út og er dagurinn nú haldinn hátíðlegur víða um heim.
Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins segir að aðstandendur hans vilji að dagurinn verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Þar er jafnframt bent á að engin markaðsöfl tengist deginum eins og verða vilji með suma aðra daga eins og valentínusardaginn, mæðra- og feðradaginn. Allir geti því tekið þátt og verið sé að höfða til einnar af grunnþörfum mannsins; þarfarinnar fyrir viðurkenningu.
Velflestir eiga skilið hrós í dag sem aðra daga, og almættið ekki síst fyrir þetta fallega útsýni sem gat að líta í dag.