Tenglar

14. janúar 2009 |

Hryssa kastaði í svælingsbyl í Geiradal í fyrrinótt

Folald kom í heiminn í svælingsbyl inni í Geiradal í fyrrinótt, en fremur óvenjulegt er að hryssur kasti á þessum árstíma. Þrátt fyrir allt voru mæðgurnar (folaldið er hryssa) nokkuð heppnar með veðrið, sem var hægara en iðulega hefur verið að undanförnu en lítils háttar frost. Eigendur eru Rannveig Harðardóttir og Guðbjörn Jósep Guðjónsson í Nesi. Inda á Reykhólum ákvað að skjóta skjólshúsi yfir merina og folaldið fyrst um sinn og heilsast þeim vel.

 

Myndirnar fékk vefurinn sendar netleiðis í gærkvöldi, annars vegar frá Sveini Ragnarssyni á Svarfhóli (þær sem teknar eru þar sem folaldið leit skímu heimsins í fyrsta sinn) og hins vegar frá Indiönu Ólafsdóttur á Reykhólum, þegar mæðgurnar voru komnar í hús hjá henni. Bestu þakkir - meira af svona löguðu úr daglega lífinu!

 

Sérstakir frekari myndatextar ættu að vera óþarfir. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Athugasemdir

Eva, fstudagur 16 janar kl: 13:25

verður ekki að finna viðeigandi nafn á dömuna, Drífa væri viðeigandi ;)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30