Hryssan faxprúða fundin sárfætt og mögur
Fyrir tveimur vikum var hér á vefnum auglýst eftir hryssu sem tapaðist frá Fremri-Gufudal í vor. Styrmir Sæmundsson í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal og fleiri björgunarsveitarmenn fundu hana í gærkvöldi uppi á hálendinu eftir ábendingu sem þeir höfðu fengið. Að sögn Sjafnar Sæmundsdóttur eiganda hryssunnar var hún orðin þunn, jaðraði við að vera horuð, og sárfætt vegna slitinna hófa, en að öðru leyti í þokkalegu standi.
Núna hefur hún það gott í félagsskap systur sinnar.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, rijudagur 30 jl kl: 23:04
Mig langaði að benda á að fréttin er ekki alveg rétt. Það var ekki farið af stað vegna ábendingar heldur hafði Styrmir samband við Jónas Þrastarson um hvort Björgunarsveitin gæti hjálpað við skipulagða leit þar sem það hafði ekki borið árangur þessar ótal ferðir sem farnar voru til að leita hennar. Blessunarlega fannst hún og við viljum endilega þakka þeim í björgunarsveitinni Blakk fyrir lán á hjólum.