Tenglar

16. apríl 2016 |

Hugað að blóðþyrstum smádýrum

Skógarmítill sem fannst á Ísafirði. Ljósm. Náttúrustofa Vestfjarða.
Skógarmítill sem fannst á Ísafirði. Ljósm. Náttúrustofa Vestfjarða.

Í ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir 2015 er meðal annars fjallað um skógarmítla undir fyrirsögninni Hugað að blóðþyrstum smádýrum. Fram kemur, að á síðasta ári bárust stofnuninni og Tilraunastöðinni að Keldum mun fleiri skógarmítlar frá fólki víða um land en nokkurn tímann fyrr.

 

„Enn er ósvarað spurningunni hvort skógarmítill sé landlægur orðinn á Íslandi. Ekki leikur á því vafi að skógarmítlar berast til landsins á vorin með farfuglum og ef til vill er sá uppruni allra mítlanna sem síðan koma í leitir yfir sumarið. Líkurnar á varanlegu landnámi eru þó verulegar, en staðfestingar er enn beðið,“ segir í skýrslunni.

 

Hér má sækja ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015 í heild (pdf).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31